Í Bretlandi minnkaði smásala um 0,4% í september, en smásala hafði ekki minnkað síðan í janúar. Smásala jókst um 0,4% á ágúst, segir í frétt Dow Jones.

Í september hefur smásala aukist um 3,2% á ársgrundvelli, samanborið við 4,4% í ágúst. Greiningaraðilar höfðu spáð að smásala myndi aukast um 0,3% í september og 4% á ársgrundvelli.

Mest var lækkunin á vörum sem seldar eru í póstþjónustu og á netinu, eða 4,7% og var 2,3% minnkun í sölu á heimilistækjum.

Sala jókst hinsvegar um 0,8% í matvöruverslunum.