Smásala óx um 0,5% í apríl frá fyrri mánuði, en síðastliðna 12 mánuði hefur smásala aukist um 2,3%. Almennt höfðu hagfræðingar gert ráð fyrir því að smásalan myndi standa í stað í mánuðinum. Sala á fatnaði, vefnaðarvöru og skóm jókst um 1,2% og var fyrir vikið helsti drifkraftur smásöluaukningarinnar í apríl segir í Hálffimm fréttum KB banka.

Smásala telur um 40% af einkaneyslunni og því gefur þróun hennar góða vísbendingu um í hvaða farvegi einkaneysla er í á hverjum tíma. Talið er að nýbirtar tölur um þróun smásölu gefi Seðlabanka Englands ekki tilefni til stýrivaxtahækkunar þar sem vöxtur einkaneyslunnar hefur ekki verið jafn kröftugur og gert var ráð fyrir á síðastliðnum mánuðum.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.