Smásala í júlímánuði í Kína var 23,3% meiri en í sama mánuði ársins 2007.

Í júní var aukningin 23% milli ára, en greiningaraðilar segja Ólympíuleikana gefa smásöluaukningu í Kína byr undir báða vængi.

Hægt hefur á hagvexti í Kína, sem þó er enn mikill, og treysta stjórnvöld þar í landi því á að einkaneysla keyri hagvöxt áfram, að því er segir í frétt BBC.

Einnig hefur hjöðnun verðbólgu haft jákvæð áhrif á einkaneyslu, en verðbólga mældist 6,3% í júlí en var 7,1% í júní.

Frá apríl til júní var hagvöxtur í Kína 10,1%.