Smásala í Bandaríkjunum jókst um 0,6% í desember á síðasta ári miðað við mánuðinn á undan. Það er umtalsvert meiri aukning en búist var við, en jólasalan hófst af miklum krafti í nóvember.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í morgun, nam aukningin í þessum tveimur síðustu mánuðum ársins tæplega 7% miðað við árið á undan.

Þrátt fyrir aukningu telja sérfræðingar að nokkuð sé í að fjárfesting í smásölu verði viðundandi. Mikið atvinnuleysi, um 9,4% nú, spilar þar inn í en eftir því sem það minnkar mun fjárfesting aukast, að því er greinendur telja.