Smásala á evrusvæðinu dróst saman fimmta mánuðinn í röð í nóvember samkvæmt vísitölu sem Bloomberg lét reikna út. Vísitalan, sem byggist á könnun sem framkvæmd var meðal rúmlega þúsund forsvarsmanna smásölufyrirtækja, mældist 48 stig og dróst saman úr 48,3 stigum í október eða um 0,6% en vísitölugildi undir 50 stigum táknar samdrátt. Ástæðu minni smásölu má rekja til þess að fækkun starfa ásamt svartsýni í garð efnahagslífsins drógu úr einkaneyslu í mánuðinum.

"Niðurstöðurnar benda til að einkaneysla sé of lítil til að vinna upp útflutningssamdráttinn sem er til kominn vegna styrkingar evru. Mestur var samdrátturinn á Ítalíu auk þess sem töluverður samdráttur var í Frakklandi. Í Þýskalandi mátti hins vegar sjá aukningu í smásölu og hefur smásöluvísitala Bloomberg ekki verið hærri í Þýskalandi síðan mælingar hófust í upphafi árs," segir í Vegvísi Landsbankans.

Seðlabanki Evrópu hefur haldið stýrivöxtum sínum í 2% í rúmt ár en bankinn lækkaði hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár úr 2,3% í 1,9%. Samkvæmt þessu ásamt fyrrgreindum niðurstöðum um smásölusamdrátt eru ekki líkur á stýrivaxtahækkunum á