Smásala í Bandaríkjunum í júní var mun meiri en væntingar stóðu til. Meðalsöluaukningin í júní nam fjórum prósentustigum og er það mesta aukning síðan í mars 2007.

Verslunarkeðjur sem hafa fjölbreytt vöruúrval komu best út. Svo virðist sem neytendur séu ávalt á höttunum eftir kostakaupum þó svo matvæla- og eldsneytisverð haldist hátt.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu.

Verslunarrisarnir Wall Mart, TJX og Ross Stores sýndu allir meiri söluaukningu en við var búist.

Wall Mart, sem er stærsta verslunarkeðja í heimi í smásölu, segir að mest seljist af matvöru auk heilsu og hollustuvara.

Ástæður söluaukningarinnar eru m.a. sagðar þær að leiðréttingar voru gerðar á skattkerfinu í Bandaríkjunum nýverið svo milljónir fengu senda endurgreiðslu frá skattinum.

Einnig hefur gott veður og fjölbreytt vöruúrval áhrif á sölu.