Smásöluverslun á evrusvæðinu minnkaði meira en gert hafði verið ráð fyrir eða um 0,4% í marsmánuði samkvæmt nýbirtum tölum frá Evrópusambandinu. Þá hefur smásala lækkað um 1,6% milli ára.

Fréttavefur BBC greinir frá því að gert hafði verið ráð fyrir 0,2% aukningu vegna hækkandi eldsneytis- og matvöruverðs en svo virðist sem neytendur hafi dregið saman seglin á öðrum vörum.

Mataverð hefur hækkað um 4,7% á evrusvæðinu það sem af er þessu ári.

Þá gæti minnkandi smásala haft áhrif á stýrivexti Seðlabanka Evrópu. Reuters fréttastofan hefur eftir viðmælanda sínum að komið geti upp pattstaða hjá Seðlabankanum.

Verðbólga á evrusvæðinu er nú 3,6% og hefur aldrei verið hærri. „Ef Seðlabanki Evrópu lækkar vexti til að koma hjólunum af stað á ný gæti það leitt til hækkandi verðbólgu,“ hefur Reuters eftir viðmælanda.