Nýlega birti Planet Retail skýrslu yfir 30 stærstu smásölukeðjur heims. Samkvæmt henni eiga 30 stærstu keðjurnar um 31% af allri smásöluverslun heimsins.

Toppsæti listans sitja sömu keðjur og áður en í skýrslunni kemur fram að keðjurnar eru æ meir farnar að huga að nýjum mörkuðum utan heimalandsins.

Höfundur skýrslunnar nefnir sem dæmi að breska keðjan Tesco stefni á að helmingur tekna hennar komi til utan Bretlands, þá aðallega frá Bandaríkjunum, Kína og Suðaustur-Asíu.

Stærstur hluti nýrra verslana Wal Mart í Bandaríkjunum verður opnaður í Kína, Kanada og Mexíkó og mestur vöxtur frönsku keðjunnar Carrefour mun verða í Brasilíu, Kolumbíu, Kína, Indonesíu, Rússlandi og Indlandi.