Markaðir lækkuðu vestanhafs í dag, þriðja daginn í röð.

Nasdaq lækkaði um 1,33%, Dow Jones lækkaði um 0,53% og S&P 500 lækkaði um 0,76%.

Dagurinn byrjaði þó vel en eftir kl. 14 að staðartíma í New York fóru vísitölur að lækka og enduðu sem fyrr segir.

Samkvæmt fréttaveitum vestanhafs voru helst tvö atriði sem höfðu áhrif á lækkun markaða, annars vegar lækkandi olíuverð og hins vegar tilkynnti um fjöldauppsagnir hjá Macy’s.

Macy’s tilkynnti í dag að smásölurisinn hygðist segja upp 2.300 manns á næstunni og í kjölfarið lækkaði gengi Macy’s um 4,6%. Þá tilkynnti fyrirtækið eining um minni arðsemi, úr 1,62 bandaríkjadölum á hlut niður í 1,57 dali.

Til að bæta gráu ofan á svart var einnig tilkynnt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum ekki ná markmiði sínu fyrir árin 2008 og 2009 vegna minnkandi sölu en sala í janúar minnkaði um 7,1% hjá keðjunni en þegar hafði verið gert ráð fyrir 4% minnkun í sölu.

Smásölugeirinn lækkaði um 1,9 í dag og hefur ekki verið lægri frá því í október 2006. Í Standard & Poor’s 500 vísitalan flokkast niður í 24 starfsgreinar og lækkaði smásölugeirinn mest þar á bæ.

Viðmælandi Bloomberg fréttaveitunnar sagði að það sýndi hversu viðkvæmur markaðurinn er um þessar mundir, þegar ein keðjan birtir neikvæðar fréttir fer allt niður í leiðinni.

Aðrar smásöluverslanir á borð við J.C. Penny, Target og Circuit City lækkuðu einnig í dag.