Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 17,7% milli mánaða í maí. Á milli ára dróst neysla saman um 6%. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Netverslun hefur aukist mest eða um 30% það sem af er árs. Byggingaverslanir og garðyrkjuverslanir hafa séð sölu sína aukast um 16,4% það sem af er árs. Sala hjá fatabúðum hefur dregist mest saman eða um 60% á milli ára, sala á veitingastöðum hefur dregist saman um 40% milli ára.

Í ljósi tíðindanna hafa hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hækkað töluvert það sem af er dags en S&P 500 vísitalan hefur hækkað um 1,67% og Dow Jones um 1,86%.