Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,67% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.667,51 stigi. Mest var hækkunin á gengi bréfa Marel, eða um 1,72%.

Flest félög í kauphöllinni hækkuðu lítillega en hlutabréf í Sjóvá-Almennar tryggingar hf. lækkuðu þó um 2,02% og hlutabréf í N1 lækkuðu um 0,7%.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 6,4 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,03% í 2,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,37% í 4,3 milljarða viðskiptum.