Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,10% í dag og stendur hún nú í 1.741,19 stigum. Námu viðskipti á hlutabréfamarkaði í dag 2,5 milljörðum króna.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,14% en skuldabréfaveltan í dag nam einnig um 2,5 milljörðum króna.

Hækkanir hjá N1, Eimskip og HB Grandi

Bréf N1 hf. hækkuðu um 0,52% í 400 milljóna króna viðskiptum.

Kostar hvert bréf félagsins nú 77,70 krónur. Einnig hækkuðu nokkuð bréf Eimskipa, um 0,49% í 230 miljón króna viðskiptum, og fæst hvert bréf félagsins nú á 309,50 krónur. Bréf í HB Granda hækkuðu um 1,28% í mjög litlum viðskiptum.

Lækkanir hjá VÍS og Högum

Mest lækkuðu bréf í kauphöllinni á bréfum í Vátryggingafélagi Íslands, eða um 0,70% í tiltölulega litlum viðskiptum sem námu 36 milljónum króna, og fæst nú hvert bréf félagsins á 8,56 krónur.

Einnig lækkuðu bréf Haga nokkuð eða um 0,60% í 290 milljón króna viðskiptum. Er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 50 krónur.