Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,16% í dag og endaði í 1.447,02 stigum. Gengi bréfa Sjóvár hækkaði um 1,20%, Eimskipafélagsins um 0,93% og Eikar um 0,80%. Hins vegar lækkaði gengi bréfa Haga um 1,76% og Regins um 0,42%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam alls 1.416,4 milljónum króna og var veltan mest í viðskiptum með bréf HB Granda, eða fyrir um 360,4 milljónir króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,17% í 1,5 milljarða króna viðskiptum í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði unm 0,24%, en óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,04% í 59 milljóna króna viðskiptum.