Tap á rekstri Plastprents nam 600.000 krónum í fyrra samanborið við 279 milljóna króna hagnað árið 2010. Hafa ber þó í huga að þessi mikli hagnaður ársins 2010 kom til vegna endurskipulagningar félagsins þegar allir hlutir í tveimur erlendum dótturfélögum voru seldir og þýðingarmunur var færður af eigin fé yfir á rekstur.

Eignir Plastprents voru í árslok 2011 um 50 milljónum króna minni en árið á undan og skuldir lækkuðu um ríflega fimmtíu milljónir sömuleiðis. Um síðustu áramót námu eignir 692,8 milljónum og skuldir 405,6 milljónum króna. Eigið fé fyrirtækisins jókst um 1,5 milljónir og nemur 287,2 milljónum króna. Plastprent er í eigu Vestia og er í söluferli.