Hagnaður endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young ehf. dróst saman milli rekstrarára eða úr 106 milljónum í 70 milljónir. Tekjur námu rúmum milljarði á rekstrarárinu, sem spannaði júlí 2017 til júní 2018, og drógust saman um tæplega 20 milljónir.

Laun og launatengd gjöld jukust um 22 milljónir, námu 763 milljónum, en stöðugildi voru 58. Eignir námu í lok tímabilsins 391 milljón en skuldir 283,5 milljónum. Forstjóri EY í dag er Margrét Pétursdóttir.