Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, segir að fríverslunarsamningurinn við Kína hafi ráðið miklu, en þó ekki öllu, um að ákveðið var að reisa hér sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Jester var hér á landi í gær og sagði í samtali við Viðskiptablaðið að í raun hefði staðið til að reisa verksmiðjuna í Bandaríkjunum.

„Þar höfðum við í raun það sem til þarf. Við höfðum aðgengi að hrákísil, áli, raforku á ágætu verði og hæfu starfsfólki. Rétt áður en bygging verksmiðjunnar átti að hefjast gerðist það að viðskiptastríð hófst milli Kína og Bandaríkjanna sem snerti okkur beint. Bandaríkin settu refsitolla á sólarsellur frá Kína og í hefndarskyni settu Kínverjar 60% toll á sólarkísil frá Bandaríkjunum. Við erum að vinna með aðferð sem gerir framleiðslu á sólarkísil um helmingi ódýrari, en með þessu var þessi ávinningur okkar þurrkaður upp og ríflega það. Við þurftum því að leita annað.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .