Fyrirtækið Rafnar ehf., sem hefur í áratug unnið að þróun, hönnun og smíði á bátum, er komið í samstarf við fyrirtækið Vikal International , um smíði á hrað- og léttabátum fyrir lúxussnekkjur á alþjóðamarkaði.

Í tilkynningu segir að hrað- og léttabátarnir verði búnir „Rafnar skrokki sem er byltingarkennd hönnun, sem unnið hefur verið að um árabil. Þá gefur þessi samningur okkur óbeinan aðgang að 3-400 af auðugustu fjölskyldum heims, sem skiptir að sjálfsögðu miklu máli,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnar ehf., í tilkynningunni.

Þess má geta að í október voru sjósettir tveir björgunarbátar fyrir Hjálparsveit Kópavogs og Landhelgisgæsluna, sem Rafnar smíðaði og byggja á hönnun Össurar Kristinssonar.