Stærsta flutningaskip í heimi var sjósett í júlí. Það er í eigu danska skipafélagsins Maersk.

Skipinu var gefið nafnið Mærsk Mc-Kinney Møller í höfuðið á forstjóra félagsins frá 1965 til 1993 og einum aðaleiganda þess. Møller lést í fyrra 98 ára að aldri.

Skipið er 399 metrar á lengd og kostaði smíði þess 190 milljónir dala, tæplega 23 milljarða króna.

Hér á myndinni fyrir er dóttir Møller, Ane Mærsk Mc-Kinney Uggla, þegar skipið var vígt.

Mærsk Mc-Kinney Møller.
Mærsk Mc-Kinney Møller.