Síðastliðna viku hafa rúmlega 7.000 farþegar komið til landsins og sýni hafa verið tekin úr um 5.500 þeirra. Ellefu hafa greinst með veiruna og þar af hafa virk smit verið tvö, aðrir voru með gamalt smit. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í dag, Kjarninn segir frá.

Rúm­lega tutt­ugu ein­stak­lingar hafa þurft að fara í sótt­kví vegna þess­ara sýk­inga sem greinst hafa. Það er meðal annars fólk sem sat í nálægð hinna sýktu á leið til lands­ins. Nú verður tekin ný skilgreining á hættu í flugi og að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, mun þörfin á sóttkví fyrir farþega í flugi vera miklu minni en áður, þó að smit greinist.

Hann telur óhætt að segja að hlut­fall smita meðal komu­far­þega sé mjög lágt og bætir enn fremur við að ekkert COVID-smit hafi verið staðfest í flugi til Íslands, til þessa.

Langflestir þeirra sem komu hingað til lands síðustu sjö daga komu með farþegaflugi til Keflavíkurflugvallar en 350 einstaklingar komu með einkaflugi.