Róbert Aron Magnússon, betur þekktur sem Robbi Chronic, efast ekki um að Lundúnabúar muni falla fyrir búlluborgurum og bernaissósu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Róbert í Viðskiptablaðinu í dag.

Í dag eru búlluborgarar seldir á fimm stöðum á Íslandi. Lundúna-Tommi er því sjötti staðurinn í keðjunni. „Við vonum bara að fólk taki vel í þetta hér í London. Svo tökum við stöðuna aftur eftir hálft ár og sjáum hvernig gengur. Ef staðan er góð er í framhaldinu hægt að íhuga að opna fleiri staði,“ segir Róbert. „Við værum náttúrlega ekki að fara út í þetta nema að við hefðum trú á staðnum og því að þetta geti gengið vel hér í Bretlandi.“

Staðurinn opnaði síðastliðinn mánudag en blaðamaður Viðskiptablaðsins tók sér frí frá Ólympíuleikabrjálæðinu til að skoða aðstöðuna. Staðurinn er sama takti og við Íslendingar þekkjum vel hér að heiman og sama búllu-bras lyktin í loftinu.

Róbert er einn eigenda Tommi´s burger joint í London en staðinn opnar hann ásamt Tomma sjálfum og þeim Halli Dan Johansen og Valgarði Sörensen. Þeir tveir síðarnefndu er til dæmis þekktir fyrir að reka Laundromat Café í Austurstrætinu.

Nánar er fjallað um Hamborgarabúlluna í London í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Skattakóngurinn krafðist milljarða frá Kópavogsbæ
  • Úrræði Vinnumálastofnunar ganga misvel
  • London heillar meira en Kaupmannahöfn
  • Ríkið situr á digrum varasjóði
  • Allt um Milton Friedman
  • Andri Guðmundsson, forstjóri H.F. Verðbréfa, í ítarlegu viðtali
  • Börnin í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
  • Matur og sjóstangveiðin
  • Óðinn fjallar um Ábyrgðakver Gunnlaugs Jónssonar
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar að þessu sinni um fjárhagsvandræði Hörpu
  • Jón S. von Tetzchner snýr aftur á heimaslóðir
  • Og margt, margt fleira.