Raftækjafyrirtækið Smith & Norland hagnaðist um átta milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins en hagnaður dróst saman um 18 milljónir frá fyrra ári.

Tekjur félagsins námu 2.169 milljónum króna og jukust um 109 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 41 milljón króna og jókst um 11 milljónir milli ára.

Gengishagnaður félagsins nam 6,6 milljónum á síðasta ári en var 33 milljónir árið 2016. Eignir félagsins námu 913 milljónum króna í lok árs og jukust um 31 milljón milli ára. Skuldir námu 506 milljónum króna, þar af voru langtímaskuldir 47 milljónir.

Margrét Þ. Norland er stærsti eigandi fyrirtækisins með 60% hlut en Kristín, Halla og Jón Norland eiga hvert um sig 10%. Jón Norland er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins.