Raftækjafyrirtækið Smith & Norland hagnaðist um 97 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Hagnaðurinn jókst um 37 milljónir frá fyrra ári.

Tekjur félagsins námu tæplega 2,5 milljörðum og jukust um 340 milljónir milli ára, eða sem nemur 15,85% aukningu. Í ársreikningi segir að tekjuaukninguna megi rekja til þess að atvinnulíf landsmanna hafi komist í eðlilegra horf á árinu samanborið við árið 2020.

Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði, eða Ebitdan, nam 124 milljón króna og jókst um 6 milljónir á milli ára. Eignir félagsins námu milljarði króna en skuldirnar 580 milljónum króna í lok árs. Því var eiginfjárhlutfallið 43,9% á árinu. Bókfært eigið fé nam 450 milljónir og jókst um tæpar 100 milljónir á milli ára.

Stjórn félagsins leggur til að allt að 60 milljón króna arður verði greiddur til hluthafa á árinu. Þau Kristín, Jón og Halla Norland eiga öll 30% hlut í félaginu. Auk þess á félagið eigin hluti upp á 10%. Jón Norland er framkvæmdastjóri Smith & Norland.