*

laugardagur, 19. september 2020
Fólk 2. ágúst 2020 17:10

Snæbjörn Ólafsson til Ropes & Gray LLP

Eftir fimm ára starf á LEX lögmannsstofu mun Snæbjörn Ólafsson hefja störf hjá Ropes & Gray LLP í október.

Ritstjórn
Snæbjörn Ólafsson
Aðsend mynd

Snæbjörn Ólafsson, sem hefur starfað á LEX lögmannsstofu frá árinu 2015, mun í október hefja störf á bandarísku lögmannsstofunni Ropes & Gray í London. Hann mun starfa í fjármála- og verðbréfamarkaðsteymi stofunnar en Ropes & Gray er framarlega á því sviði bæði í London og Bandaríkjunum.

Snæbjörn lauk LL.M. gráðu frá Duke háskóla í vor og útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn í náminu. Áður útskrifaðist hann sem semidúx bæði með BA og Mag.Jur. gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands.