*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 29. maí 2013 08:25

Snæbjörn seldi allt fyrsta upplagið á fimm dögum

Bókaútgáfa Snæbjörns Arngrímssonar gefur út nýjustu bók Dan Brown í Danmörku. Fyrsta upplagið er uppselt - 125 þúsund bækur.

Ritstjórn
Snæbjörn Arngrímsson.
Aðsend mynd

Snæbjörn Arngrímsson, eigandi bókaútgáfunnar Hr. Ferdinand í Danmörku, hefur selt 125 þúsund eintök af danskri þýðingu bókarinnar Inferno eftir bandaríska metsöluhöfundinn Dan Brown þar í landi. Þetta er allt fyrsta upplagið af bókinni og seldist það upp á fimm dögum. Snæbjörn segir í samtalið við Fréttablaðið að þetta sé framar sínum björtustu vonum. 

Bókin kom út um miðjan mánuðinn í Danmörku, sem var eitt þeirra tólf landa sem gáfu bókina út á sama tíma og hún kom út í Bandaríkjunum. 

Snæbjörn ræðir um útgáfuna í samtali við blaðið og segir mikið hafa gengið á. Útgefandinn hafi m.a. þurft að lúta ströngum öryggisskilyrðum, þýðandinn setið í tvo mánuði með netlausa tölvu í kjallar í London með vopnaða verði yfir sér og hafi ritstýra bókarinnar hafa orðið að flytja danska þýðinguna heim á USB-lykli hönnuðum af CIA sem hún faldi í brjóstahaldara sínum.