*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 3. febrúar 2017 13:14

Snap metið á allt að 25 milljarða dollara

Markaðsvirði Snap, móðurfélags Snapchat, verður líklega á bilinu 20 til 25 milljarðar Bandaríkjadala.

Ritstjórn
Evan Spiegel mun auðgast talsvert á skráningu Snap á markað í Bandaríkjunum.

Snap, sem er móðurfélag Snapchat snjallforritsins, fer nú brátt á markað vestanhafs. Viðbúið er að fyrirtækið verði með stærri skráningum á markað í Bandaríkjunum á þessu ári. Fyrirtækið er metið á 20 til 25 milljarða dollara, eða 2.850 milljarða íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag.Frá þessu er greint í frétt BBC um málið.

Þegar skráning fyrirtækisins gengur í gegn þá verða stofnendur Snapchat því að öllum líkindum milljarðamæringar. Evan Spiegel sem er fæddur árið 1990 og er því 26 ára gamall, stofnaði fyrirtækið þegar hann stundaði nám við Stanford-háskóla. Spiegel og meðstofnandi hans, Bobby Murphy, græða líklega allt að 5 milljörðum á sölunni miðað við hversu stóran hluta þeir eiga í fyrirtækinu.

Áhugavert er þó að segja frá því að árið 2015 tapaði Snap 373 milljónum dollara vegna mikils kostnaðar við rannsóknir og markaðssetningu. Þó hefur notendafjöldi fyrirtækisins vaxið gífurlega upp á síðastlið en í fyrra þá jukust tekjur þess um 600%.

Stikkorð: Snapchat skráning markaðsvirði
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is