Nú hefur Snapchat fengið aukna fjármögnun upp á rúmlega 22 milljarða Bandaríkjadala frá fjárfestingarfyrirtækinu Fidelity Investments. Hluturinn er um 175 milljónir dala.

Snapchat hefur þá fengið 1,3 milljarð Bandaríkjadala í fjármögnun - 169 milljarða króna - hingað til, en fyrirtækið er metið á um 16 milljarða Bandaríkjadala, eða 2.080 milljarða íslenskra króna.

Meðal þeirra sem hafa fjárfest í fyrirtækinu eru Alibaba Group, Yahoo og Benchmark. Fleiri en 100 milljón manns nota Snapchat mánaðarlega, og samtals horfa notendur þess á um 8 milljarða myndbanda.