Eigendur Snapchat höfnuðu nýlega að minnsta kosti 3 milljarða dala tilboði, um 360 milljarða króna, frá samskiptasíðunni Facebook. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Þar segir að tilboðið hafi ekki falið í sér afhendingu á hlutabréfum í Facebook, heldur í reiðufé.

Fleiri fjárfestar íhuga að gera tilboð, en Evan Spiegel, tuttugu og þriggja ára forstjóri og annar stofnenda fyrirtækisins, er sagður ólíklegur að skoða nein tilboð fyrr en á næsta ári.

Smáforritið , sem gerir snjallsímaeigendum kleift að senda myndir sína á metið var metið á um 800 milljónir dala, jafnvirði tæpra 100 milljarða króna, í sumar.