Snap Inc, móðurfélag samfélagsmiðilsins Snapchat birti í við lokun markaða í gær uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs. Tapaði fyrirtækið 325 milljónum dollara á fjórðungnum sem er 118 dollurum minna en á sama tíma í fyrra og var lægra en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þá námu tekjur fyrirtækisins 297 milljónum dollara og jukust um 90 milljónir frá sama tíma í fyrra.

Notendum fækkaði hins vegar um 2 milljónir sem er 1% lækkun frá síðasta ársfjórðungi. Auk þess reiknar Snap Inc með því að daglegum notendum fækki enn frekar á yfirstandandi fjórðungi. Varð það til þess að hlutabréf félagsins hafa lækkað um rúmlega 11% það sem af er degi. Hlutabréfaverðið hefur aldrei verið lægra enn það stendur nú í 6,11 dollurum á hlut.