*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 10. september 2018 19:01

Snapchat missir lykilstarfsmann

Fjórir stjórnendur hafa nú látið af störfum hjá Snapchat það sem af er ári.

Ritstjórn
epa

Imran Khnn, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Snap Inc sem á og rekur samfélagsmiðilinn Snapchat lét af störfum hjá fyrirtækinu í dag samkvæmt tilkynningu til eftirlitsaðila. CNN greinir frá. Khan sem starfaði áður sem greinandi hjá Credid Suissie og JPMorgan Chase gekk til liðs við Snapchat í ársbyrjun 2015.

Í tilkynningu Snapchat til bandaríska verðbréfaeftirlits kemur fram að Khan muni þó ekki láta strax af störfum auk þess að hann sé ekki að láta af störfum vegna ósættis við aðra stjórnendur fyrirtækisins. 

Khan er fjórði stjórnandinn sem lætur af störfum hjá fyrirtækinu það sem af er þessu ári en áður höfðu þeir Drew Vollero fjármálastjóri, Tom Conrad framkvæmdastjóri vöruþróunar og Stuart Bowers aðalverkfræðingur hjá Snapchat allir látið af störfum. 

Aukinn stjórnendavelta virðist ekki hafa fallið í kramið hjá fjárfestum en gengi bréfa Snap Inc hefur lækkað um ríflega 3% það sem af er degi. Eins og áður hefur verið fjallað um hefur fyrirtækið síður en svo átt góðu gengi að fagna síðan það var skráð á hlutabréfamarkað í mars 2017. Hlutabréfaverð Snap Inc hefur lækkað um 65% frá skráningu auk þess sem það hefur lækkað um 35% það sem af er þessu ári. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is