*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Erlent 14. ágúst 2017 16:58

Snapchat réttir úr kútnum

Gengi hlutabréfa Snap Inc hefur hækkað um 5,9% það sem af er degi eftir mikla lækkun á föstudag.

Ritstjórn
epa

Mikil velta hefur verið með bréf tæknifyrirtækisins Snap Inc í Kauphöllinni í New York í dag. Eftir einungis 45 mínútur af viðskiptum dagsins nam veltan helmingi af meðalveltu bréfanna síðustu 10 daga. Samkvæmt frétt Reuters er þessi mikla velta rakinn til þess að í dag gátu starfsmenn Snap Inc í fyrsta skipti selt bréf sín í fyrirtækinu eftir að félagið fór á markað í mars síðastliðnum.

Ástæðan veltunnar er einnig rakinn skilafrestur vogunarsjóða og annara stofnanafjárfesta til skila inn yfirliti yfir eignir á yfirstandandi ársfjórðungi. 

Við opnun markaða lækkaði gengi bréfa félagsins um 4,7% eftir að fjárfestingarsjóðir höfðu selt bréf í félaginu. Náði gengi bréfanna sinni lægstu stöðu frá því félagið fór á markað þegar gengið stóð í 11,38 dollurum á hlut í morgun. Bréfin standa nú í 12,53 dollurum á hlut þegar þetta er skrifað og hafa hækkað um 5,9% það sem af er degi eftir að hafa lækkað um 14% síðastliðinn föstudag eftir að Snap Inc birti uppgjör fyrir annan ársfjóðrung.

Þrátt fyrir hækkanir dagsins eru bréf félagsins langt undir því verði sem þau stóðu í lok útboðsdagsins 2. mars og hafa lækkað um 48,9% síðan þá.