Nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að Snapchat sé vinsælasta samfélagsmiðlaforritið meðal unglinga. Þetta kemur fram í rannsókn Piper Jaffray, sem ber titilinn “Taking Stock With Teens.”

Í rannsókninni gátu 6.500 unglingar kosið um hvað þeim fannst vera mikilvægasti samfélagsmiðillinn, og Snapchat var með 28% atkvæða. Rétt á eftir kom Instagram, með 27% atkvæða. Facebook og Twitter ráku svo lestina. Tumblr og Pinterest höfðu 2% atkvæða hvort um sig og Google+ hlaut 1%.

Rannsóknin gefur til kynna að unglingar gefa ljósmyndum og myndböndum, sem eru helsta efnið sem skoða má á Instagram og Snapchat, meira vægi en textaupplýsingar og þvíumlíkt, sem finna má frekar á Facebook eða Twitter.