*

laugardagur, 18. janúar 2020
Innlent 2. mars 2017 11:18

Snappið metið á 2.562 milljarða

Snap Inc, félagið á bakvið Snapchat, fer á markað í dag, en hærra verð fékkst á hlutabréfaútboði fyrirtækisins í gær en búst var við.

Ritstjórn
epa

Meiri eftirspurn var eftir hlutabréfum í Snap Inc., félaginu sem á vinsæla samskiptamiðilinn Snapchat, þegar útgáfa bréfa félagsins hófst í gær.

Fengust 17 Bandaríkjadalir á hvern hlut sem verðleggur fyrirtækið í heild á 24 milljarða dali, eða sem nemur 2.562 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið hafði stefnt á að fá á bilinu 14 til 16 dali á hlut.

Verslun með bréf félagsins hefjast svo í dag við opnun markaða. Á síðasta ári var minnst um ný tæknifyrirtæki á markaði síðan árið 2009, en félagið Nutanix sem fór á markað þá hækkaði í verði um 131% á fyrsta viðskiptadegi.

Ekki er búist við því að stór fyrirtæki eins og Uber eða Airbnb muni fara á markað á þessu ári, en búist er við að mörg smærri tæknifyrirtæki muni stefna á markað á árinu og er búist við að markaðsvirði þeirra sé á bilinu 1 til 5 milljarðar dala.

Even Spiegel og Bobby Murphy stofnendur Snap munu hringja inn viðskiptin í kauphöllinni í New York þegar viðskiptin hefjast þar eftir rúma þrjá klukkutíma.