Snarpur jarðskjálfti varð á suðvesturhluta landsins í morgun, rétt fyrir klukkan hálfátta.

Á vefsíðu Veðustofunnar sem var uppfærð síðast klukkan 08:19 segir að í morgun kl. 07:34 hafi orðið jarðskjálfti að stærð 4,8 stig með upptök um 3 km austan við Reykjanestána. Hann hafi fundist víða um suðvestanvert landið.

Í samtali vb.is við Veðurstofuna nú fyrir stundu kom fram að nokkrir eftirskjálftar hafi orðið síðan sá stærsti sem var kl. 07:34 og að stærsti eftirskjálftinn hafi verið um þrjú stig.