Snekkjan Le Grand Bleu sem eitt sinn var í eigu rússneska auðkýfingsins Roman Abramovich, eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea, er þessa stundina við Reykjavíkurhöfn.

Roman eignaðist snekkjuna árið 2002 en sagan segir að hann hafi tapað snekkjunni í veðmáli gegn rússnesk-ameríska milljarðamæringnum Eugene Shvidler árið 2006. Svo virðist sem sá eigi enn snekkjuna.

Snekkjan sigldi hingað til lands frá höfninni Port Everglades , sem staðsett er í Suður-Flórída í Bandaríkjunum.