*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Erlent 18. ágúst 2013 23:34

Snekkja Steve Jobs kyrrsett í Amsterdam

Hönnuður Venusar segir að dánarbú Steve Jobs skuldi sér peninga.

Ritstjórn

Venus, lystisnekkja sem var hönnuð fyrir Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóra Apple, hefur verið kyrrsett í Amsterdam. Ástæðan er sú að annar af hönnuðum snekkjunnar segir að dánarbú Jobs skuldi sér 3 milljónir evra fyrir hönnunina. 

Philippe Starck hannaði snekkjuna ásamt hollenska arkitektinum De Voogt. Starck heldur því fram að hann hafi samið um 9 milljóna evra greiðslu, eða 1,4 milljarð króna, fyrir hönnunina en hann hafi einungis fengið greiddar sex milljónir. Snekkjan var smíðuð í Hollandi.

Financial Times segir að dómstóll í Amsterdam hafi á miðvikudaginn fallist á kröfu lögmanna Starcks um að skútan yrði kyrrsett. 

Smíði Venusar kostaði 100 milljónir evra, eða 16 milljarða króna. Skipið var sjósett um það bil ári eftir að Jobs lést úr krabbameini.

 

Stikkorð: Steve Jobs Venus