Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir of snemmt að segja til um það hvort sameina beri Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið.

Í tilkynningu sem ráðherra sendi frá sér í dag segir hins vegar að mikilvægt sé að skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á skipulagi fjármálamarkaðar og Fjármálaeftirlitsins í því skyni að efla samstarf og skýra verkaskiptingu milli Fjármálaeftirlitsins og bankans. Nefnd á vegum ráðherra mun skoða þetta atriði um leið og framtíðarskipulag Seðlabankans verður tekin til skoðunar.

„Nú er ég sem samt að tilkynna það að við ætlum að koma á fót starfshópi og vanda mjög til verka og þetta er ekki tíminn til þess að segja að hvaða niðurstöðu starfshópurinn kemst,“ sagði Bjarni þegar hann yfirgaf ríkisstjórnarfund í morgun.