„Glitnir Privatøkonomi er dótturfélag Glitnir Banka í Noregi og er óverulegur hluti af starfsemi bankans þar í landi.  Úrskurður norska fjármálaeftirlitsins snýr að innri ferlum Glitnir Privatøkonomi og eftirlitið hefur því afturkallað hluta starfsleyfis fyrirtækisins, “ segir Már Másson forstöðumaður kynningarmála hjá Glitni.

Már segir starfsleyfissviptinguna aðeins snerta sölu á afmörkuðum fjármálaafurðum og að sá hluti þjónustunnar standi undir um 20% tekna Glitnir Privatøkonomi og muni hafa lítil áhrif á rekstur félagsins í Noregi og lítil sem engin á samstæðuna í heild.

„Þetta er vissulega óheppilegt,” segir Már „og bankinn tekur þetta mjög alvarlega og þess vegna var ákveðið að skila starfsleyfinu fyrir þennan hluta starfseminnar. Við höfum verið að endurskipuleggja rekstur þessa norska félags síðan það var keypt að fullu síðastliðinn vetur.

Því ferli var flýtt enn frekar þegar ljóst var yfirvöld í Noregi ætluðu sér að stöðva sölu á slíkum fjármálaafurðum á norska markaðnum almennt. Starfsemi Glitnir Privatøkonomi mun halda áfram óbreytt að mestu leyti og áfram verður unnið að því að lagfæra innir ferla félagins. Við eigum í nánu samstarfi við Kredittilsynet vegna þessa,” segir Már.