*

sunnudagur, 17. janúar 2021
Innlent 14. janúar 2021 07:08

Sneru tapi í hagnað

Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hagnaðist um 2 milljónir króna árið 2019 en árið áður tapaði félagið 200 milljónum króna.

Ritstjórn
Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ.
Haraldur Guðjónsson

Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hagnaðist um 2 milljónir króna árið 2019 en árið áður tapaði félagið 200 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 494 milljónum króna árið 2019 en þar af nam seld þjónusta 307 milljónum króna og styrkir 187 milljónum.

Árið áður námu rekstrartekjur 176 milljónum króna. Eignir félagsins námu 175 milljónum króna og eigið fé 15 milljónum króna.

Í október 2019 hreppti félagið 326 milljóna króna styrk frá H2020 áætlun Evrópusambandsins. Guðjón Már Guðjónsson er framkvæmdastjóri OZ.

Stikkorð: OZ uppgjör