Verðbréfastofan hf. verður að VBS Fjárfestingabanka frá og með 26. janúar. Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið í dag að gamla nafnið verði þó notað áfram þar sem það á við.

"Við stefnum að góðum innri vexti áfram en ætlum ekkert að vera stærstir, bestir og flottastir. Það eru ágætis molar á markaðnum sem stóru fyrirtækin eru ekki að sinna. Margir viðskiptavinir kjósa líka fremur að leita til minni fyrirtækjanna þar sem menn telja sig fá persónulegri þjónustu. Það er t.d. mun tryggara að upplýsingar sem hingað koma fari ekki eitthvað sem þær eiga ekki að fara. Þá er viðbragðsflýtir minni fyrirtækjanna líka meiri og betri."

Hann segir að fjárfestar hafi bankað upp á í fyrirtækinu og spurt hvort þeir ætluðu ekki að selja nýtt hlutafé í fyrirtækinu. "Það er ekki útilokað að við gerum það á þessu ári," segir Jafet.