Stóra breytingin í tækniheiminum í dag er sú að snjallsímar og spjaldtölvur eru að taka við af PC tölvum. Snjallsíminn og spjaldtölvan eru að gera það sama við PC tölvuna sem PC tölvan gerði áður við stórtölvuna (e. mainframe). Ég er því miður nógu gamall til að muna eftir því þegar viðskiptaumhverfið notaðist eingöngu við stórtölvur og PC tölvan var eingöngu til einkanota því hún þótti ekki nógu öflug og góð fyrir viðskiptaumhverfi. Svo varð PC tölvan betri og betri og skipti út þessum stórtölvum og nú er snjallsíminn og spjaldtölvan að gera það sama við PC tölvuna.

Nú á fyrsta ársfjórðungi dróst sala á PC tölvum saman í heiminum um 14% en sala á spjaldtölvum og snjallsímum jókst og mun klárlega halda áfram að aukast. Ef þú hugsar um þetta þá eru flestir jarðarbúar að kynnast internetinu í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur en ekki í gegnum PC tölvur. Þriðja heims ríki eins og mörg Afríkuríki munu sleppa PC stiginu og fara beint í snjallsíma og spjaldtölvur líkt og þau slepptu landlínunum og fóru beint í farsímatækni.

Fyrir verslanir þýðir þetta að verið er að skipta út þessum stóra og klunnalega PC afgreiðslukassa sem allir þekkja, fyrir miklu flottari spjaldtölvur sem gera það sama,“ segir Davíð. Hann segir nýjasta afgreiðslukassa frá fyrirtækinu NCR, sem er heimsins stærsti framleiðandi á afgreiðslukössum, samanstanda af peningaskúffu, prentara og iPad. „Þetta gefur vísbendingu um hver þróunin í afgreiðslulausnum fyrir verslanir verður,“ segir Davíð og segir jafnframt óþarfi að hafa afgreiðslukassa stóra.

Nánar er rætt við Davíð í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.