Alls seldust 225 milljónir snjallsíma í heiminum öllum á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarfyrirtækisins Gartner.

Þetta er 46,5% aukning frá árinu áður. Á sama tíma minnkaði sala á hefðbundnum farsímum niður í 210 milljónir. Það er minnkun um 21%. Snjallsímar seljast því betur en hefðbundnir farsímar.

Snjallsímasala jókst mest í Asíu, Austur-Evrópu, og Rómönsku – Ameríku, þótt aukningin hafi verið víðar í heiminum. Android símar seljast best og er markaðshlutdeild þeirra í heiminum um 79%.

Hlutdeild Android jókst reyndar gríðarlega en markaðshlutdeildin var 64,2% í fyrra. Næst mest seldu símarnir eru iOS, en markaðshlutdeild Apple síma fór úr 18,8% niður í 14,2%.