Fyrirtækið Mozilla hefur hafið framleiðslu á ódýrum snjallsímum fyrir Indlandsmarkað, en hvert eintak mun kosta einungis 33 bandaríkjadali í smásölu. Það samsvarar tæpum fjögur þúsund krónum.

Snjallsíminn ber nafnið Intex Cloud FX og mun keyra á Firefox OS stýrikerfinu frá Mozilla. Verður hann fyrsti lággjaldafarsíminn sem notast við stýrikerfið á Asíumarkaði og mun gefa mörgum tækifæri á að festa kaup á sínum fyrsta snjallsíma.

Vinsæl öpp eins og Facebook og Twitter verða aðgengileg á símanum.