Indverska sprotafyrirtækið Ducere Technologies hefur þróað Lechal „snjallskó" sem má tengja við snjallsíma og vegvísun á Google Maps. Skórnir vísa mönnum til leiðar með því að titra í öðrum hvorum skónum þegar maður á að taka beygju. Snjallskónna má tengja við iOS, Android og Windows snjallsíma.

Hugmyndin að baki Lechal skónna er að hjálpa þeim sem eru sjónskertir. Flestir vegvísar fyrir blinda eða sjónskerta í dag veita leiðbeiningar í gegnum tal en með þessum skóm koma leiðbeiningarnar í gegnum mjúkan titring. Hönnuðir skónna telja að með því að nota þá í stað tal leiðbeininga megi minnka hljóðtruflanir og má nota þá auk hvíta stafsins.

Samkvæmt Wall Street Journal , mun fyrirtækið selja skónna frá september og munu þeir kosta milli 100 og 150 dollara, eða sem nemur rúmum 11.000-16.000 krónum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins áætlar að þeir munu ná að selja 100.000 skópör fyrir mars næstkomandi, en um 285 milljón manns í heiminum eru sjónskertir.