Verktakafyrirtækið Snókur hefur keypt allt hlutafé JRJ verks ehf. Þetta kemur fram á Vísi.is í dag.

Snókur sem er þjónustufyrirtæki á vinnuvélasviði hefur áður unnið fyrir fyrirtæki á borð við Elkem, Lífland og Faxaflóahafnir á Grundartanga. Að sögn Kristmundar Einarssonar, forstjóri Snóks, eru kaupin liður í því að fjölga viðskiptavinum en JRJ verk þjónustar álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Með fleiri viðskiptavinum skapist svigrúm til hagræðis.

Seljendur JRJ verks eru Ramses ehf., Járn&blikk ehf. og Sigurlaug Ómarsdóttir og er kaupverðið trúnaðarmál.