Eaze hefur safnað 10 milljónum Bandaríkjadala frá fjárfestum á borð við DCM Ventures, 500 Startups, Fresh VC og Casa Verde Capital sem er í eigu hins víðfræga Snoop Dogg.

Svo kallað "on demand trend" varð vinsælt með tilkomu snjallsímaforritisins Uber. Með því að smella á einn hnapp gastu allt í einu fengið nánast hvað sem er sent til þín á nokkrum mínútum. Á þessu viðskiptamódeli byggir Eaze en það vill leiða saman kaupendur og seljendur marijúana og segir fyrirtækið geta lofað afhendingu innan tíu mínúta.

Nýlega hafa Alaska, Washington og Colorado öll lögleitt marijúana. Með því hefur skapast markaður fyrir sölu og dreifingu marijúana og virðist svo vera að fjárfestar séu áhugasamir um að fjárfesta í þessum bransa rétt á undan mögulegri lögleiðingu lyfsins.