Hlutabréfamarkaður
Hlutabréfamarkaður
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Endurmat matsfyrirtækja á lánshæfishorfum Evrópuríkja, ráðaleysi eftir krísufund þjóðarleiðtoga Evrópusambandsríkjanna um helgina og óvissa um framhaldið leiddi til þess í dag að helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum leituðu niður á við í dag. Það er svipuð stemning og ríkti austan megin við Atlantshafið á evrópskum mörkuðum.

Fjárfestar sem eiga hlutabréf á fjármálafyrirtæki og banka horfðu upp á mestu gengislækkunina í dag. Á meðal nokkurra fyrirtækja lækkkaði gengi hlutabréfa Morgan Stanley og Citigroup hvort um sig um 6%.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur það sem af er dags lækkað um 1,76%, Nasdaq-vísitalan farið niður um 1,74% og S&P 500-vísitalan lækkað um 1,94%