Markaðir í Asíu hafa lækkað umtalsvert eftir jólahelgina eftir að nýleg gögn gáfu til kynna að hagnaður kínverskra iðnfyrirtækja hefði dregist saman um 1,4% í síðasta mánuði. Þetta er sjötti mánuðurinn í röð þar sem hagnaður þeirra dregst saman.

Kínverska Shanghai Composite vísitalan hefur fallið um 2,6% í viðskiptum dagsins. Meira en þriðjungur lækkanana kom frá fyrirtækjum í fjármálageiranum á meðan einn fimmti þeirra frá iðnfyrirtækjum. Þetta er mesta lækkunin sem orðið hefur á einum degi síðan í lok nóvember þegar vísitalan lækkaði um 5,5%.

Lækkunin hefur haft keðjuverkandi áhrif í kringum Kína og á Evrópskum mörkuðum það sem af er degi.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times og Guardian .