Snorri Jósefsson hefur verið ráðinn til Alvogen sem framkvæmdastjóri gæðaeftirlits.

Mun Snorri stýra uppbyggingu og innleiðingu á samræmdu gæðakerfi fyrir Alvogen samstæðuna, á gæðatengdum mælikvörðum og á ýmsum tólum og tækjum sem ætlað er að auka yfirsýn og bæta skilvirkni.

Snorri hefur stýrt gæðatengdum verkefnum og leitt hópa í mismunandi heimsálfum í yfir 22 ár, þar af í 16 ár hjá lyfjafyrirtækinu Actavis þar sem hann gegndi mismunandi störfum.

Snorri var með starfsaðstöðu á Íslandi og sat í framkvæmdastjórn Actavis Íslandi áður en hann fluttist til Bandaríkjanna þar sem hann vann í höfuðstöðvum fyrirtækisins þar áður en hann hóf störf hjá Alvogen.