Snorri Pétur Eggertsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs og tekjustýringar hjá Keahótelum. Hann mun einnig leiða innleiðingu á nýjum hótel- og sölukerfum hjá keðjunni.

Snorri Pétur er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði áður um fimm ára skeið hjá WOW air, m.a. sem framkvæmdastjóri tekjustýringar en Snorri hefur verið viðloðandi flugrekstur í 15 ár.

Sölu- og markaðsstarf Keahótela hefur að mestu verið flutt frá Akureyri til Reykjavíkur og nýr markaðsstjóri og verkefnastjóri ráðnir á skrifstofu Keahótela í Reykjavík. Fyrirhugað er að efla teymið þar enn frekar í náinni framtíð.

Keahótel ehf. er ein stærsta hótelkeðja landsins og rekur 11 hótel: 7 í Reykjavík, 2 á Akureyri, 1 við Mývatn og 1 við Vík.

  • Reykjavík: Hótel Borg I Apótek hótel I Sand hótel I Exeter hótel I Storm hótel I Skuggi hótel I Reykjavik Lights hótel
  • Vík: Hótel Katla
  • Akureyri: Kea hótel I Hótel Norðurland
  • Mývatn: Gígur hótel