Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel söfnuðinn, hefur sent Akureyrarbæ bótakröfu þar sem krafist er að bærinn greiði 12 milljónir króna í bætur vegna ólögmætar uppsagnar.

Forsaga málsins er sú að Snorra var sagt upp störfum vegna ummæla um samkynhneigð sem hann lét falla á bloggsíðu sinni. Hæstiréttur dæmdi uppsögnina ólögmæta nú í febrúar sl. Lögmaður Snorra hefur nú sent ofangreinda bótakröfu til Akureyrarbæjar. Krafan er vegna launa sem Snorri varð af, en hún var reiknuð af dómskvöddum matsmanni þann 1. maí á síðasta ári.

Skaðabótakrafan nemur 8 imilljónum auk vaxta og miskabótakrafan nemur fjórum milljónum. Tekið er fram í bréfinu að lögmaður vill ná samkomulagi um úrreikning kröfunnar frá maí sl. og þar til að dómur féll í Hæstarétti nú í febrúar. Endanleg krafa verður því líklega hærri.